Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 11:41 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“ Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“
Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent