Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 07:01 Meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti birtist með fréttatilkynningu lögreglunnar þar sem almenningur var upplýstur um handtöku Guðbjarts. Surrey RCMP Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins. Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Í fréttatilkynningu sem lögregluyfirvöld í Kanada sendu frá sér þann 8. desember kom fram að þann 14. nóvember hafi kona lagt fram kæru á hendur nuddara og sakað hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Brotið er sagt hafa átt sér stað á stofu nuddarans í Surrey. Ellefu dögum síðar, þann 25. nóvember. hafi fimmtugur karlmaður, Guðbjartur Bodhi Haraldsson, verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot. Er hann sagður ganga undir nafninu Bodhi. Málið er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þá segir í tilkynningunni að Guðbjartur hafi verið látinn laus úr haldi undir ströngum skilyrðum. Er honum óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu.“ Þá eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna. Fram kemur að lögreglan birti meðfylgjandi ljósmynd af Guðbjarti í von um að það liðki fyrir rannsókn málsins. Hefur starfað við fagið í áraraðir Fjölmargir fréttamiðlar í Kanada hafa birt fréttir upp úr fyrrnefndri tilkynningu lögreglunnar undanfarna daga. Í frétt sem birtist á vef kanadíska fréttamiðilsins Burnaby Now kemur fram að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kandada frá árinu 1993. Á heimasíðu CMTBC eftirlitsstofnunarinnar (College of Massage Therapists of British Columbia) er hann skráður sem viðurkenndur nuddari, undir nafninu Bodhi Haraldsson. Fram kemur að Guðbjartur hafi starfað við fagið þar í landi í tæpa tvo áratugi, bæði í Bresku Kólumbíu og í Ontario. Skráður vinnustaður hans, The Surrey Memorial painPRO Clinic, er sá sami og gefinn er upp í tilkynningu lögreglunnar. Í lýsingu á heimasíðu Guðbjarts, sem nú liggur niðri, segir að hann hafi starfað í faginu frá árinu 1993 og meðal annars unnið að rannsóknum á vegum félags fagnudddara í Bresku Kólumbíu. Neitar ásökunum Í skriflegu svari til Global News segir Kevin Westell, lögmaður Guðbjarts að skjólstæðingur sinn neiti þessum ásökunum, haldi fram sakleysi sínu og „hlakki til að mæta fyrir dóm.“ „Hr. Haraldsson hefur orðið fyrir röngum og ósönnuðum ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð skjólstæðings,“ kemur jafnframt fram í svari lögfræðingsins.
Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira