Erlent

Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Kviknunarstöðinni í Lawrence Livermore-rannsóknarstofunni þar sem áfanginn náðist.
Frá Kviknunarstöðinni í Lawrence Livermore-rannsóknarstofunni þar sem áfanginn náðist. AP/Lawrence Livermore rannsóknarstofan

Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Greint var frá því í bandarískum fjölmiðlum á sunnudag að vísindamenn við Kviknunarstöð Bandaríkjanna (NIF) hefðu náð meiriháttar áfanga í kjarnasamruna. Þeim hafi tekist að framleiða meiri orku við samrunann en fór í að koma honum af stað.

Kjarnasamruni gæti séð mannkyni fyrir nær óþrjótandi hreinni orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa.

Hægt er að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×