Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2022 22:50 Airbus A330-breiðþotan komin til nýrrar heimahafnar á Grænlandi. KNR Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá lendingu þotunnar á Kangerlussuaq-flugvelli á myndum frá KNR á Grænlandi. Þar fékk hún heiðursmóttöku slökkviliðs flugvallarins. Nýja flugvélin lent í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði. Slökkviliðsbílar mynda heiðursvörð.KNR Rétt eins og gerðist hjá Íslendingum í sinni sjálfstæðisbaráttu hefur það verið metnaðarmál Grænlendinga á undanförnum árum að treysta eigin samgöngur við umheiminn. Það mátti því búast við að komu þessarar glænýju Airbus-breiðþotu beint úr verksmiðjunum í Suður-Frakklandi yrði vel fagnað á flugvellinum í Kangerlussuaq. Dönsk flugfréttasíða fullyrti reyndar í fyrra að Grænlendingar hefðu fengið þotuna frá Airbus á óvenju hagstæðu verði. Engu að síður er hún langstærsta fjárfesting í sögu þjóðarflugfélagsins Air Greenland og sögð hafa kostað yfir fjórtán milljarða íslenskra króna. Þotunni ekið að flugskýli Air Greenland þar sem móttökuathöfn fór fram.KNR Á flugvellinum mátti sjá helstu ráðamenn landsins gleðjast með hópi skólabarna, þar á meðal forsætisráðherrann Múte B. Egede, varaforsætisráðherrann Erik Jensen, og Kim Kielsen, fyrrum forsætisráðherra. Íbúum Kangerlussuaq og öðrum gestum var boðið að skoða flugvélina og að þiggja kökur og kræsingar í flugskýli. Nýja þotan er af gerðinni Airbus A330 og leysir af 24 ára gamla þotu sömu tegundar, sem rúmar 278 farþega. Þessi er hins vegar örlítið stærri, tekur 305 farþega, og eyðir fjórðungi minna eldsneyti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. 8. desember 2022 18:30
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21. janúar 2020 10:23