Þjóðverjar búast við fleiri handtökum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 15:30 Umfangsmikil aðgerð lögreglunnar í Þýskalandi nær til allra horna landsins. EPA/FILIP SINGER Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari. Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37