Innlent

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal

Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Í kjölfarið hafi vel gengið að ná niðurlögum eldsins.

Íbúar í Borgarnesi og fólk á þjóðvegi eitt varð vart við það upp úr klukkan tíu að slökkviliðsbílar þutu hver á fætur öðrum áleiðis inn í Borgarfjörð.

Bjarni segir að um tuttugu manns hafi komið að slökkvistarfinu vel heppnaða. Þá segir hann að enginn hafi verið í hættu og allir hans menn og aðrir séu heilir.

Hann gat ekki sagt til um hver staðan á sumarbústaðnum væri en ljóst væri að skemmdirnar væru einhverjar.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.