Frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm
Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu eftir að bilun varð í aðveitustöðinni á Flúðum. Bilunin hefur áhrif í Hrunamannahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi og er unnið að viðgerð.
Þetta kemur fram á vef RARIK.
„Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9000,“ segir í tilkynningunni.
Sjá má kort af svæðinu sem bilunin nær yfir að neðan.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.