Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 12:08 Lögregluþjónar leiða Hinrik XIII, prins af Reuss ætti, eftir að hann var handtekinn í morgun. AP/DPA/Boris Roessler Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákæru vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Hann 71 árs gamli Hinrik kallar sig prins og er sagður tilheyra Reuss-ættinni, sem drottnaði á árum áður yfir hluta Austur-Þýskalands. Reuters vitnar í þýska saksóknara sem segja Hinrik hafa leitað til ráðamanna í Rússlandi því hann hafi talið Rússa mikilvæga í þeirri nýjum heimsskipan sem hann vildi mynda. Engar vísbendingar eru um að Rússar hafi svarað honum. Aðrir meðlimir Reuss-ættarinnar höfðu áður útskúfað Hinriki vegna öfga hans. Hinrik og aðrir sem voru handteknir eru sagðir tengjast Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. Alls voru 25 handteknir í aðgerðum morgunsins, þar af einn Rússi. Einn þeirra var handtekinn í Austurríki og annar á Ítalíu. Hópurinn er einnig sagður innihalda Birgit Malasack-Winkemann, fyrrverandi þingkonu þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Sjá einnig: Þýsku leyniþjónustunni heimilt að fylgjast með AfD Saksóknarar segja 27 aðra grunaða um aðild að ráðabrugginu. Þýski miðillinn DW segir yfirmann í sérsveitum Þýskalands vera meðal hinna grunuðu auk annarra hermanna í þýska hernum. Hinrik og aðrir sem voru handteknir í morgun eru sagðir hafa ætlað sér að gera árás á þýska þinghúsið og taka þar fólk í gíslingu. Síðan hafi þeir ætlað að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Hinriks. Fram hefur komið að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. DW segir einnig að tilefni aðgerða lögreglunnar í morgun hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Fólk sem tengist hreyfingunni er sagt aðhyllast margvíslegum samsæriskenningum eins og Q-anon og trúa því að einhvers konar djúpríki stjórni Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir 29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59 Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54 Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákæru vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
29 lögreglumenn sendir í leyfi fyrir að deila myndum af Hitler og gasklefum 29 lögreglumönnum í Þýskalandi hefur verið vikið úr starfi og þurfa að sæta rannsókn vegna gruns um að hafa deilt áróðri hægri-öfgamanna í spjallhópum. 17. september 2020 13:59
Tólf hægriöfgamenn sem hugðu á árásir handteknir í Þýskalandi Mennirnir eru sagðir hafa lagt á ráðin um árásir á stjórnmálamenn, hælisleitendur og múslima. 16. febrúar 2020 14:54
Þýskum hægriöfgamönnum vex ásmegin eftir harkaleg mótmæli Valkostur fyrir Þýskaland mælist nú örlítið stærri en annar ríkisstjórnarflokkurinn í Þýskalandi. 4. september 2018 23:30