Erlent

Vara­for­seti Argentínu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu

Atli Ísleifsson skrifar
Cristina Fernandez de Kirchner var forseti Argentínu milli 2007 og 2015.
Cristina Fernandez de Kirchner var forseti Argentínu milli 2007 og 2015. EPA

Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi eftir að hún var fundin sek um spillingu.

Hin 69 ára Fernández var fundin sek um stjórnsýslubrot með því að hafa milligöngu um að samið hafi verið vin hennar um opinberar framkvæmdir í skiptum fyrir mútugreiðslur til hennar sjálfrar. Áttu brotin sér stað þegar Fernandez gegndi embætti forseta landsins á árunum 2007 til 2015.

Málið hefur skekið argentínsku þjóðina. Í frétt BBC segir að ólíklegt þyki að hún muni þurfa að afplána þar sem hún nýtur nokkurrar friðhelgi í krafti embættisins, auk þess að líklegt þykir að framundan sé langt áfrýjunarferli.

Dómari bannaði henni jafnframt að gegna opinberum embættum, en hún mun þó áfram gegna embætti varaforseta á meðan málið mun velkjast um í dómskerfinu. 

Lázaro Báez.EPA

Saksóknarar í málinu fóru fram á að varaforsetinn yrði dæmdur í tólf ára fangelsi vegna málsins, þar sem brotin hafi kostað argentíska ríkið um milljarð Bandaríkjadala. Fernández neitaði sök í málinu og segir málið vera runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga.

Viðskiptamaðurinn og umræddur vinur Fernández, Lázaro Báez, var sömuleiðis dæmdur í sex ára fangelsi. Hann var á síðasta ári dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir peningaþvætti.

Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og voru sjö þeirra fundnir sekir. Þrír voru sýknaðir og var mál eins vísað frá dómi.


Tengdar fréttir

Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans

Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.