Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 07:30 Cristiano Ronaldo spilaði rétt rúmlega 20 mínútur gegn Sviss og var fljótur inn í klefa eftir leik. Visionhaus/Getty Images Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Ronaldo hefur verið mikið í fréttum undanfarið eins og hans er von og vísa. Það kom þó á óvart þegar byrjunarlið Portúgals fyrir leikinn gegn Sviss var tilkynnt en þar var enginn Ronaldo sjáanlegur, hann var meðal varamanna. Photographers during the Portuguese national anthem . pic.twitter.com/u0zoPs7ils— Simon Evans (@sgevans) December 6, 2022 Í hans stað kom Gonçalo Ramos inn í byrjunarliðið og sá átti stórleik. Ramos skoraði þrennu í ótrúlegum 6-1 sigri sem þýðir að Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Staðan var orðin 5-1 þegar Ronaldo kom inn af bekknum en þá var stundarfjórðungur eftir af leiknum. Hinn 37 ára gamli framherji kom boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var hins vegar annar varamaður, Rafael Leão, sem skoraði sjötta mark leiksins. Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka fögnuðu Portúgalar eðlilega vel og lengi, að Ronaldo undanskildum það er að segja. Myndbandsupptaka frá vellinum sýnir hann ganga einan að stuðningsfólki liðsins, klappa stuttlega, og ganga svo einan af velli. At best, this is Ronaldo first off the pitch after thanking fans and celebrating briefly with teammates. At worst, this is CAPTAIN Ronaldo shunning his teammates during his NATION'S moment of glory. A curiously isolated star at the wrong time either way. (via @Davenbort) pic.twitter.com/FPKFE5pP6L— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 6, 2022 Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM þann 10. desember næstkomandi og eftir frammistöðu liðsins gegn Sviss verður að teljast líklegt að Ronaldo þurfi að sætta sig við áframhaldandi bekkjarsetu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00 Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. 6. desember 2022 14:00
Mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar vill setja Ronaldo á bekkinn Manchester United fékk nóg af Cristiano Ronaldo og nú lítur út fyrir að að portúgalska þjóðin þyki þetta líka vera komið gott hjá besta knattspyrnumanninum í sögu þjóðarinnar. 5. desember 2022 14:01