Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Sveinbjörn Berentsson kom að aðgerðum í gær Vísir/Sigurjón Guðni Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“ Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“
Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08