Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 17:06 Fimm dóu og sautján særðust í skothríðinni á Club Q í Colorado Springs. AP/Thomas Peipert Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð. Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29