Fótbolti

Telja að vellirnir á HM séu málaðir til að líta betur út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Senegal í 16-liða úrslitum HM. Hvítur búningur hans er undarlega grænn.
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Senegal í 16-liða úrslitum HM. Hvítur búningur hans er undarlega grænn. Visionhaus/Getty Images

Þó nokkrir keppendur á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar hafa kvartað yfir því að vellirnir séu málaðir til að líta betur út. Leiðir það til þess að búningar leikmanna verða grænlitaðir þó augljóst sé að ekki sé um grasgrænku að ræða.

Frá þessu greinir enska götublaðið Daily Mail og birtir myndir af leikmönnum Englands í hvítum búningum sem hafa þó orðið fyrir barðinu á því sem blaðið telur næsta öruggt að sé einfaldlega græn málning.

Hugmyndin er ekki ný af nálinni en þekkt er í golfi að vallarstarfsmenn máli flatir stærstu golfvallanna til að þær líti sem best út í sjónvarpi. 

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, þvertekur fyrir að sú aðferð hafi verið notuð á völlunum í Katar. Sambandið viðurkennir þó að svæðin þar sem lið hita upp fyrir leiki hafi verið snyrt til og máluð.

Þó FIFA neiti því að vellirnir í heild sinni séu málaðir telja sumir leikmanna að það hljóti einfaldlega að vera raunin. Fátt annað geti útskýrt græna litinn á búningum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×