Fótbolti

Man City, Liver­pool og Real Madrid talin leiða kapp­hlaupið um Belling­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jude Bellingham biður stærstu lið Evrópu einfaldlega um að koma og sækja sig til Borussia Dortmund.
Jude Bellingham biður stærstu lið Evrópu einfaldlega um að koma og sækja sig til Borussia Dortmund. Lars Baron/Getty Images

Jude Bellingham hefur vakið mikla athygli á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Samkvæmt Sky Sports eru Manchester City, Liverpool og Real Madríd þau lið sem eru hvað líklegust til að festa kaup á þessum 19 ára miðjumanni næsta sumar.

Bellingham, sem verður ekki tvítugur fyrr en næsta sumar, hefur verið á mála hjá Borussia Dortmund síðan árið 2020 en hann hóf feril sinn með Birmingham City í Englandi. Það er deginum ljósara að þarna er mikið efni á ferð og talið var næsta öruggt að Dortmund myndi ekki halda í kauða mikið lengur en út yfirstandandi leiktíð.

Frammistaða Bellingham á HM hefur hins vegar ýtt enn frekar undir áhuga stærstu liða Evrópu. Nú kvöld staðfesti Sky Sports að Manchester United væri dottið út úr kauphlaupinu en þau lið sem væru hvað líklegust væru Englandsmeistarar Man City, Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd sem og Liverpool.

Samkvæmt Sky Sports mun Dortmund vilja fá 130 milljónir punda en samningur hans við Dortmund rennur ekki út fyrr en sumarið 2025 og því liggur félaginu lítið á að selja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.