Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaraviðræður en samningur Starfsgreinasambandsins við SA fær ekki góðan hljómgrunn hjá VR og Eflingu.

Við heyrum í Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem segir stöðuna síst auðveldari nú þegar SGS samningurinn er í höfn. 

Þá fjöllum við um leitina að skipverjanum á Sighvati GK-57 sem féll útbyrðis á laugardaginn. Bæjarstjórinn í Grindavík segir samfélagið slegið. 

Einnig fjöllum við um opinn fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem fékk Ríkisendurskoðanda á sinn fund í morgun. Hann vandaði Bankasýslu ríkisins ekki kveðjurnar. 

Að endingu heyrum við í forseta Íslands sem nú er staddur í opinberri heimsókn í Japan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×