Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2022 14:44 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag eftir að afgreiðslu þingflokka ríkisstjórnarinnar á frumvarpinu lauk í vikunni. Frumvarpið hefur verið nokkuð til umræðu undanfarnar vikur, ekki síst eftir að meint hryðjuverkamál kom upp hér á landi í september. Talið mikilvægt að lögregla geti gripið fyrr inn í Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðar glæpastarfsemi krefjist þess að löggæsluyfirvöld geti gripið til aðgerða áður en einstök brot séu framin. Lögreglan á vaktinni í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Kristín „Með frumvarpi þessu er því lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot,“ segir í greinargerðinni. Dómsmálaráðherra hefur einmitt verið tíðrætt um að frumvarpið snúist um afbrotavarnir. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa þó bent á að lögregla hafi nú þegar rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Opnar á skilyrt eftirlit með tilteknum einstaklingum án gruns um að þeir hafi framið afbrot Frumvarpið, verði það samþykkt í óbreyttri mynd, felur það í sér að hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulögð brotasamtök sé henni heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi. Ákvörðun um slíkt eftirlit verður hins vegar aðeins tekin af lögreglustjóra eða öðrum yfirmanni. Þá þarf að tilkynna ákvörðunina til gæðastjóra lögreglu, sem er nýtt embætti sem frumvarpið felur í sér. Sérsveit lögreglunnar að störfum.Vísir/Vilhelm Segir í greinargerðinni að talið sé nauðsynlegt að lögregla geti viðhaft slíkt eftirlit þegar upplýsingar liggja fyrir um að tiltekinn einstaklingur kunni að fremja alvarlegt afbrot. „Í ljósi þess að frumvarpið veitir lögreglu heimild til að viðhafa eftirlit með einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um að hafa framið afbrot er heimildin takmörkuð með fyrrgreindum hætti og verður því ekki beitt gagnvart einstaklingum sem lögregla hefur upplýsingar um að tengist annars konar brotastarfsemi,“ segir enn fremur. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögregla fá einnig heimild til að taka ákvörðun um eftirlit vegna einstaklinga sem lögregla hefur upplýsingar um að af kunni að "stafa sérgreind hætta fyrir öryggi ríkisins eða almennings," eins og það er orðað í frumvarpinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu efld Samhliða þessum breytingum er einnig lagt til að eftirlit með aðgerðum í þágu afbrotavarna verði eflt. Nefndarmönnum í nefndinni verði fjölgað úr þremur í fimm. Þá verði formaður nefndarinnar í fullu starfi hjá nefndinni. Einnig er reiknað með að starfsmenn nefndarinnar verði tveir, auk formannsins. Samkvæmt frumvarpinu verður nefndinni einnig falið það hlutverk að hafa sérstakt eftirlit með aðgerðum lögreglu í þágu afbrotavarna. Þannig verður lögreglu undantekningarlaust skylt að tilkynna nefndinni um ákvarðanir um að viðhafa eftirlit með einstaklingum, upplýsingabeiðnir sem sendar eru til annarra stjórnvalda og beiðnir um haldlagningu. Með hverri tilkynningu þarf að fylgja rökstuðningur um beitingu aðgerðar, auk annarra nauðsynlegra upplýsinga. „Nefndinni er þannig falið það hlutverk að ganga úr skugga um að aðgerðir lögreglu uppfylli skilyrði laganna og sé þar af leiðandi ekki beitt að ósekju. Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka einstakar aðgerðir til sérstakrar skoðunar og getur jafnframt óskað eftir öllum þeim upplýsingum frá lögreglu sem hún telur þörf á, segir í greinargerðinni.“ Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag eftir að afgreiðslu þingflokka ríkisstjórnarinnar á frumvarpinu lauk í vikunni. Frumvarpið hefur verið nokkuð til umræðu undanfarnar vikur, ekki síst eftir að meint hryðjuverkamál kom upp hér á landi í september. Talið mikilvægt að lögregla geti gripið fyrr inn í Í greinargerð með frumvarpinu segir að breytt afbrotamynstur, aukin hætta á hryðjuverkum og útbreiðsla alþjóðlegrar skipulagðar glæpastarfsemi krefjist þess að löggæsluyfirvöld geti gripið til aðgerða áður en einstök brot séu framin. Lögreglan á vaktinni í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Kristín „Með frumvarpi þessu er því lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot,“ segir í greinargerðinni. Dómsmálaráðherra hefur einmitt verið tíðrætt um að frumvarpið snúist um afbrotavarnir. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa þó bent á að lögregla hafi nú þegar rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Opnar á skilyrt eftirlit með tilteknum einstaklingum án gruns um að þeir hafi framið afbrot Frumvarpið, verði það samþykkt í óbreyttri mynd, felur það í sér að hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulögð brotasamtök sé henni heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi. Ákvörðun um slíkt eftirlit verður hins vegar aðeins tekin af lögreglustjóra eða öðrum yfirmanni. Þá þarf að tilkynna ákvörðunina til gæðastjóra lögreglu, sem er nýtt embætti sem frumvarpið felur í sér. Sérsveit lögreglunnar að störfum.Vísir/Vilhelm Segir í greinargerðinni að talið sé nauðsynlegt að lögregla geti viðhaft slíkt eftirlit þegar upplýsingar liggja fyrir um að tiltekinn einstaklingur kunni að fremja alvarlegt afbrot. „Í ljósi þess að frumvarpið veitir lögreglu heimild til að viðhafa eftirlit með einstaklingum án þess að þeir séu grunaðir um að hafa framið afbrot er heimildin takmörkuð með fyrrgreindum hætti og verður því ekki beitt gagnvart einstaklingum sem lögregla hefur upplýsingar um að tengist annars konar brotastarfsemi,“ segir enn fremur. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögregla fá einnig heimild til að taka ákvörðun um eftirlit vegna einstaklinga sem lögregla hefur upplýsingar um að af kunni að "stafa sérgreind hætta fyrir öryggi ríkisins eða almennings," eins og það er orðað í frumvarpinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu efld Samhliða þessum breytingum er einnig lagt til að eftirlit með aðgerðum í þágu afbrotavarna verði eflt. Nefndarmönnum í nefndinni verði fjölgað úr þremur í fimm. Þá verði formaður nefndarinnar í fullu starfi hjá nefndinni. Einnig er reiknað með að starfsmenn nefndarinnar verði tveir, auk formannsins. Samkvæmt frumvarpinu verður nefndinni einnig falið það hlutverk að hafa sérstakt eftirlit með aðgerðum lögreglu í þágu afbrotavarna. Þannig verður lögreglu undantekningarlaust skylt að tilkynna nefndinni um ákvarðanir um að viðhafa eftirlit með einstaklingum, upplýsingabeiðnir sem sendar eru til annarra stjórnvalda og beiðnir um haldlagningu. Með hverri tilkynningu þarf að fylgja rökstuðningur um beitingu aðgerðar, auk annarra nauðsynlegra upplýsinga. „Nefndinni er þannig falið það hlutverk að ganga úr skugga um að aðgerðir lögreglu uppfylli skilyrði laganna og sé þar af leiðandi ekki beitt að ósekju. Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka einstakar aðgerðir til sérstakrar skoðunar og getur jafnframt óskað eftir öllum þeim upplýsingum frá lögreglu sem hún telur þörf á, segir í greinargerðinni.“ Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira