Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 19:02 Dagný Jónssdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar segir það af illri nauðsyn sem gjaldskráin er hækkuð Vísir/Ívar Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“ Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“
Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40