Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 11:53 Mike Pence er sagður hyggja á mótframboð gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Lynne Sladky Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira