Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Einar Þorsteinsson formaður Borgarráðs segir borgaryfirvöld hafa tekið algjöra forystu í framboði lóða. Hann hefur þó áhyggjur af því að lánastofnanir séu tregari til að lána til framkvæmda nú en áður. Það geti haft áhrif á uppbygginguna. Vísir/Vilhelm Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda. Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum. Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Sérfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sagði í hádegisfréttum í gær að þrátt fyrir að fleiri íbúðir hefðu verið í byggingu um síðustu áramót en árið áður þá vantaði enn um þúsund íbúðir upp á þann fjölda á landinu til að fullnægja fyrirliggjandi þörf. Samtök atvinnulífsins tóku undir þetta og sögðu að þó að stöðugleiki í framboði væri meiri en áður þá væri enn lóðaskortur hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Reykjavík væri þar stærst en borgaryfirvöld hefðu ekki verið að standa sig varðandi framboðið. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og formaður Borgarráðs lagði mikla áherslu á aukið lóðaframboð í síðustu kosningabaráttu. Hann segir þetta alls ekki rétt. „Það kemur dálítið á óvart að Samtök iðnaðarins skuli ekki taka betur eftir því hvað er að gerast í Reykjavík. Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna langt komin með samninga við Húsnæðis-og mannvirkjastofnun um uppfærða húsnæðisáætlun sem gerir ráð fyrir því að byggðar verði tvö þúsund íbúðir á ári að lágmarki og að byggingarhæfar lóðir verði allt að þrjú þúsund á ári,“ segir Einar. Hann segir að borgin hafi til að mynda nýverið úthlutað lóðum á Kjalarnesi og í Úlfarsárdal. Hann segist hins vegar sjá að uppbygging mætti vera hraðari. „Við finnum reyndar fyrir því að það virðist vera að lánasstofnanir séu að draga úr framkvæmdalánum til uppbyggingaraðila. Það er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar. Samtök iðnaðarins gagnrýndu enn fremur að regluverk kringum byggingargeirann væri seinvirkt og flókið. Einar tekur undir það. „Þetta hef ég sjálfur gagnrýnt. Við erum núna hjá borginni í miðju kafi að einfalda ferla. Sveitarfélögin þurfa líka að taka þátt í þessu við hjá borginni erum á fullri ferð,“ segir Einar að lokum.
Byggingariðnaður Íslenskir bankar Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira