Íranskar konur telja næsta öruggt að ríkisstjórn Írans fylgist með þeim á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2022 07:30 Stuðningskona Írans á leik liðsins gegn Wales á dögunum. Marvin Ibo Guengoer(Getty Images Kvenkyns stuðningsmenn íranska landsliðsins í fótbolta telja að menn á vegum ríkisstjórnar landsins fylgist með þeim á leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Katar. Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið. Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Þannig er mál með vexti að konur mega ekki fara á fótboltaleiki í Íran en þónokkrar hafa stutt við bakið á Íran sem eygir enn von um að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins. Á vefnum The Athletic er greint frá því að þónokkrar íranskar konur hafi tekið eftir jakkafataklæddir menn hafi verið að fylgjast með þeim með sjónauka og jafnvel tekið þær upp. Mikil ólga ríkir nú í Íran þar sem gríðarleg mótmæli hafa átt sér stað. Hefur þúsundum verið stungið í fangelsi og mótmælendur jafnvel dæmdir til dauða. Í gær, mánudag, var greint frá því að fjölskyldum leikmanna hafi verið hótað pyntingum og fangelsisvist ef leikmennirnir myndu ekki haga sér sómasamlega. Í fyrsta leik Íran sungu leikmenn liðsins ekki með þjóðsöngnum. Í öðrum leik liðsins mátti sjá nokkra leikmenn muldra með en enginn tók undir af líf og sál. Er talið að leikmenn hafi þarna verið að sýna samstöðu með mótmælendum heima fyrir og í raun að mótmæla ríkisstjórn landsins. Þá greindi The Athletic frá því að fjöldi íranskra kvenna sem nú eru staddar í Katar að fylgjast með HM telji að fylgst sé með þeim þegar Íran spilar. Mótshaldarar segjast gæta fyllsta öryggis og að áhættumat sé gert fyrir hvern leik. Female Iranian fans believe they're being watched at games by 'spotters' from their government.The women - who aren't allowed at matches back home - saw men filming them & others watching with binoculars.The concerns have been reported to FIFA.@AdamCrafton_ @lmwilliamson7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 28, 2022 Jafnframt segir í svari ríkisstjórnar Katar við fyrirspurn Athletic að enginn á vegum íranska ríkisins sé að fylgjast með stuðningsfólki Írans í leikjum liðsins á mótinu. Hvorki FIFA né knattspyrnusamband Írans svaraði fyrirspurn Athletic um málið.
Fótbolti HM 2022 í Katar Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00 Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00 Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55 Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17 Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. 28. nóvember 2022 10:00
Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ 27. nóvember 2022 13:00
Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini. 25. nóvember 2022 11:55
Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. 24. nóvember 2022 15:17
Leikmenn Íran sungu ekki með þjóðsöngnum Leikmenn Íran sungu ekki með þegar þjóðsöngur landsins var spilaður fyrir leik þeirra gegn Englandi á heimsmeistaramótinu í Katar. 22. nóvember 2022 07:45