Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 13:00 Carlos Queiroz lætur yfirleitt vel í sér heyra á hliðarlínunni. Ian MacNicol/Getty Images Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira