Lionel Messi mætti til bjargar þegar mest á reyndi og kom Argentínu í 1-0 auk þess að leggja síðan upp annað mark sem hinn 21 árs gamli Enzo Fernández skoraði með frábæru skoti.
Með markinu jafnaði hann markamet Diego Maradona fyrir argentínska landsliðið í úrslitakeppni HM.
Eftir leik flæddi um netið myndband af leikmönnum argentínska landsliðsins að fagna sigrinum inn í búningsklefa eftir leikinn.
Einn af þeim sá þetta myndband var mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Alvarez og hann var ekki sáttur við Messi.
Messi virtist nefnilega nota mexíkósku treyjuna sem hann fékk í skiptum eftir leik til þess að þurrka gólfið í klefanum.
„Ég sá að Messi var að hreinsa gólfið með treyjunni okkar og fána. Hann þarf að biðja til guðs að ég nái ekki í skottið á honum,“ sagði Canelo Alvarez.
Canelo Alvarez er 32 ára gamall hnefaleikamaður sem er 174 sentímetrar á hæð og hefur unnið 39 af 62 bardögum sínum með rothöggi. Hann hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum en annar þeirra var á móti Floyd Mayweather Jr.