Innlent

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hálkan sést vel á bílastæðum og á götum í úthverfum borgarinnar. Hún getur þó verið lúmsk á umferðargötunum.
Hálkan sést vel á bílastæðum og á götum í úthverfum borgarinnar. Hún getur þó verið lúmsk á umferðargötunum. vísir/óttar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag.

Tveir bílar rákust svo saman við Suður­fell í Breiðholti á fimmta tímanum í dag talsverð hálka var þar á veginum.

Vakthafandi varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar segir þó að afar rólegt hafi verið síðan og engin slys orðið vegna hálku það sem af er kvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×