Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 13:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Í viðtali við formann VR í morgun kom fram að aðalástæðan hafi verið óaðgengilegar hugmyndir SA um lausn á kjaraviðræðunum. Ein af ástæðunum sem einnig var nefnd voru ummæli fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær um að vinnumarkaðurinn væri „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Í viðtali við fréttastofu, sem horfa má í spilaranum hér að neðan, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var Bjarni spurður út í þessu ummæli hans frá því í gær. En er sanngjarnt að tala um eins og þú gerðir, samkvæmt Innherja, hjá Viðskiptaráði í gær að vinnumarkaðurinn sé vandamálið? „Já, mér finnst það, að það sé sanngjarnt. Vegna þess að það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Við erum ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna síðan snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni. Sagði Bjarni að þetta birtist meðal annars í ólíkum kröfugerðum stéttarfélaga. „Þetta kemur meðal annars fram í gegnum þann fjölda af kjarasamningum sem þarf að gera. Sumir segja að þeir vilji láta meta menntun til launa, sem er í raun krafa um að viðhalda ákveðnu launabili. Aðrir leggja alla áherslu á að lægstu launin ein þurfi að hækka. Svo erum við með sérfræðinga sem vilja fá sitt. Þannig að kröfugerðin heilt yfir, hún gengur auðvitað ekkert upp og leiðir að jafnaði til þess að við erum að hækka laun um fram það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu,“ sagði Bjarni og vísaði í nýlegar skýrslur Katrínar Ólafsdóttur og Arnórs Sighvatssonar, um kaupmátt og launahækkanir máli sínu til stuðnings. Hann sagðist þó vera ágætlega bjartsýnn á það að hægt væri að landa kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. „Ég ætla nú að leyfa mér samt sem áður að vera ágætlega bjartsýnn á það, þó það hafi hlaupið snurða á þráðinn núna, að það sé hægt að ná samningum, vegna þess að okkur hefur tekist að auka kaupmátt á Íslandi gríðarlega á undanförnum árum. Þó að nú sé aðeins að verða hlé á því þá eru allar forsendur til staðar um að verja þessa stöðu og sækja fram ef menn fara bara ekki úr fram úr sér.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21 Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Í viðtali við formann VR í morgun kom fram að aðalástæðan hafi verið óaðgengilegar hugmyndir SA um lausn á kjaraviðræðunum. Ein af ástæðunum sem einnig var nefnd voru ummæli fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær um að vinnumarkaðurinn væri „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Í viðtali við fréttastofu, sem horfa má í spilaranum hér að neðan, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var Bjarni spurður út í þessu ummæli hans frá því í gær. En er sanngjarnt að tala um eins og þú gerðir, samkvæmt Innherja, hjá Viðskiptaráði í gær að vinnumarkaðurinn sé vandamálið? „Já, mér finnst það, að það sé sanngjarnt. Vegna þess að það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Við erum ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna síðan snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni. Sagði Bjarni að þetta birtist meðal annars í ólíkum kröfugerðum stéttarfélaga. „Þetta kemur meðal annars fram í gegnum þann fjölda af kjarasamningum sem þarf að gera. Sumir segja að þeir vilji láta meta menntun til launa, sem er í raun krafa um að viðhalda ákveðnu launabili. Aðrir leggja alla áherslu á að lægstu launin ein þurfi að hækka. Svo erum við með sérfræðinga sem vilja fá sitt. Þannig að kröfugerðin heilt yfir, hún gengur auðvitað ekkert upp og leiðir að jafnaði til þess að við erum að hækka laun um fram það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu,“ sagði Bjarni og vísaði í nýlegar skýrslur Katrínar Ólafsdóttur og Arnórs Sighvatssonar, um kaupmátt og launahækkanir máli sínu til stuðnings. Hann sagðist þó vera ágætlega bjartsýnn á það að hægt væri að landa kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. „Ég ætla nú að leyfa mér samt sem áður að vera ágætlega bjartsýnn á það, þó það hafi hlaupið snurða á þráðinn núna, að það sé hægt að ná samningum, vegna þess að okkur hefur tekist að auka kaupmátt á Íslandi gríðarlega á undanförnum árum. Þó að nú sé aðeins að verða hlé á því þá eru allar forsendur til staðar um að verja þessa stöðu og sækja fram ef menn fara bara ekki úr fram úr sér.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21 Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04