Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:30 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38