Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 15:17 Voria Ghafouri hefur leikið með íranska landsliðinu frá árinu 2014, alls að minnsta kosti 28 leiki, en er ekki í HM-hópi liðsins. Getty/Mohammad Karamali Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu. Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið. HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars AFP og hefur það eftir Fars News fréttamiðlinum í Íran. Ghafouri var handtekinn eftir æfingu með liði sínu Foolad Khuzestan og sakaður um að hafa „eyðilagt orðspor landsliðsins og dreift áróðri gegn ríkinu,“ samkvæmt frétt Fars News. Hann hefur látið í sér heyra í mótmælaöldunni í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa Amini lést þar í varðhaldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Ghafouri er 35 ára og á að baki 28 landsleiki en hann var ekki valinn í hópinn sem spilar á HM í Katar þessa dagana. Hann tók því ekki þátt í því þegar liðið sýndi andstöðu sína við stjórnvöld með því að þegja á meðan að þjóðsöngurinn var spilaður, fyrir leikinn við England á mánudaginn. Fjölskylda Amini og mótmælendur segja hana hafa verið barða til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi fengið fyrir hjartað. Mannréttindasamtök segja fleiri en 400 hafa látið lífið í mótmælunum og 16.800 verið handtekna. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins. Þegar byrjunarlið Írans þagði yfir þjóðsöngnum fyrir leikinn við England á mánudag var skipt um sjónarhorn í útsendingunni í írönsku sjónvarpi og notast við vítt skot af vellinum, svo að ekki sæist í leikmenn. Hópur íranskra stuðningsmanna á vellinum baulaði á meðan að þjóðsöngurinn var leikinn. Eftir leik sagði Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Írans, að stuðningsmenn sem ekki styddu sitt lið ættu að halda sig heima. Næsti leikur Írans á HM er gegn Wales í fyrramálið.
HM 2022 í Katar Fótbolti Íran Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira