Erlent

Rússar grunaðir um net­á­rás á vef­síðu Evrópu­þingsins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rússar eru grunaðir um að standa að baki árásinni.
Rússar eru grunaðir um að standa að baki árásinni. Getty

Netárás var gerð á vefsíðu Evrópuþingsins fyrr í dag. Árásin var gerð mjög skömmu eftir að þingmenn samþykktu þingsályktun um að skilgreina Rússland sem hryðjuverkaríki. Rússneskur hópur hefur lýst yfir ábyrgð.

Netárásin er sögð hafa verið verulega flókin og augljóslega framkvæmd af þaulvönum aðilum. Árásin var gerð örskömmu eftir þingsályktun Evrópuþingsins. Samkvæmt þingsályktuninni er Rússland nú skilgreint sem hryðjuverkaríki og er það gert með vísan í ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu, sjúkrahús, skóla og neyðarskýli.

Árásin var gerð með svokallaðri DDoS aðferð (e. distributed denial-of-service attack) þar sem gríðarlega mikil vefumferð er send um netþjón, í því skyni að „kaffæra“ netþjóninum með utanaðkomandi álagi. Deutsche Welle greinir frá.

Rússneskir tölvuþrjótar á borð við hópinn Killnet hafa reglulega nýtt DDoS aðferðina við netárásir, að sögn Politico. Rotbert Motsola forseti Evrópuþingsins segir að hópur, sem er hliðhollur stjórnvöldum í Rússlandi, hafi lýst yfir ábyrgð. Ítrekað er að netárásin hafi aðeins orðið þess valdandi að ekki hafi verið hægt að komast inn á vefsíðuna. Ekki var brotist inn á netþjónana sem slíka eða innri kerfi Evrópuþingsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.