Fagnaði fyrir Finlay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 19:15 Jack Grealish og fagnið sem um er ræðir. Matthew Ashton/Getty Images Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira