Fagnaði fyrir Finlay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 19:15 Jack Grealish og fagnið sem um er ræðir. Matthew Ashton/Getty Images Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira