Fagnaði fyrir Finlay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 19:15 Jack Grealish og fagnið sem um er ræðir. Matthew Ashton/Getty Images Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira