Varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur staðfest þetta. Fyrir um viku létu sex manns lífið og 81 særðust í hryðjuverkaáras á aðalgöngugötu Istanbúl. Í kjölfarið sökuðu yfirvöld í Tyrklandi aðskilnaðarsinna úr röðum Kúrda um að hafa staðið að árásinni. Þessu hafa Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) alfarið neitað en nú beinast loftárásir Tyrkja einkum að þessum tveimur hópum.
Herþotur og drónar vörpuðu sprengjum í dag á svæði þar sem þessir hópar Kúrda halda sig. Ráðuneyti Tyrkja segist beina sprengjum sínum að „svæðum sem hryðjuverkahópar nota til árása gegn okkar landi“ og vísa til ákvæða í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfsvörn.
Sýrlensk-kúrdísk yfirvöld hafa lýst því yfir að óbreyttir borgarar hafi látið lífið í loftárásunum.