Erlent

Tyrkir hefna fyrir hryðjuverkaárás með loftárásum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikil eyðilegging er á þeim svæðum sem tyrknesk yfirvöld sprengdu í dag í hefndaraðgerðum vegna hryðjuverkaárása í Istanbúl.
Mikil eyðilegging er á þeim svæðum sem tyrknesk yfirvöld sprengdu í dag í hefndaraðgerðum vegna hryðjuverkaárása í Istanbúl. AP

Tyrkir hafa hafið banvænar loftárásir yfir borgir í sjálfstjórnarhéröðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands og Írak. Tyrkir segja árásunum beint er að hersveitum Kúrda sem þeir segja að beri ábyrgð á hryðjuverkaárás sem gerð varí Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, í síðustu viku. 

Varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur staðfest þetta.  Fyrir um viku létu sex manns lífið og 81 særðust í hryðjuverkaáras á aðalgöngugötu Istanbúl. Í kjölfarið sökuðu yfirvöld í Tyrklandi aðskilnaðarsinna úr röðum Kúrda um að hafa staðið að árásinni. Þessu hafa Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) alfarið neitað en nú beinast loftárásir Tyrkja einkum að þessum tveimur hópum. 

Herþotur og drónar vörpuðu sprengjum í dag á svæði þar sem þessir hópar Kúrda halda sig. Ráðuneyti Tyrkja segist beina sprengjum sínum að „svæðum sem hryðjuverkahópar nota til árása gegn okkar landi“ og vísa til ákvæða í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfsvörn.

Sýrlensk-kúrdísk yfirvöld hafa lýst því yfir að óbreyttir borgarar hafi látið lífið í loftárásunum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×