Erlent

Að minnsta kosti sex látin og 53 særð eftir sprengingu í Tyrk­landi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikiö viðbragð er á svæðinu.
Mikiö viðbragð er á svæðinu. EPA-EFE/ERDEM SAHIN

Sprenging varð í Istanbúl í Tyrklandi fyrr í dag á svæði sem vinsælt er meðal ferðamanna. Tugir eru sagðir særðir og sex látin. Forseti Tyrklands, Erdogan segir sprenginguna „svikula árás“.

Samkvæmt CNN varð sprengingin á Istikal götu hjá Beyoglu torgi. Mikið viðbragð er sagt hafa verið á svæðinu.

AP greinir frá því að 6 séu látnir eftir sprenginguna og 53 særðir of er rannsókn sögð í fullum gangi. Í fyrrnefndri umfjöllun kemur fram að tímabundið bann hafi verið sett á fréttaflutning tyrkneskra miðla af sprengingunni til þess að koma mætti í veg fyrir dreifingu myndefnis af staðnum rétt eftir atburðinn.

Haft er eftir tyrkneska forsetanum, Tayyip Erdogan þar sem hann segir sprenginguna vera „svikula árás“ og að þeim sem hafi framið verknaðinn verði refsað. 

Á myndbandi sem sagt er vera af svæðinu í kring og er í dreifingu á Twitter má heyra í sprengingunni, sjá glitta í sprenginguna fólk hlaupa í burtu.

Fréttin var uppfærð klukkan 16:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×