Erlent

Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Blóm og skilti skammt frá hinsegin skemmtistaðnum Q í Colorado Springs þar sem skotárás átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Staðurinn hóf göngu sína fyrir um tuttugu árum og var þar til nýlega eini hinsegin skemmtistaður ríkisins.
Blóm og skilti skammt frá hinsegin skemmtistaðnum Q í Colorado Springs þar sem skotárás átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Staðurinn hóf göngu sína fyrir um tuttugu árum og var þar til nýlega eini hinsegin skemmtistaður ríkisins.

Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn.

Að sögn vitna óð árásarmaðurinn inn á staðinn með rifil og hóf skothríð. Ríkislögreglustjóri Colorado, Adrian Vasques greinir fjölmiðlum frá þessu

„Fyrstu gögn og skýrslur benda til þess að hinn grunaði hafi hafið skothríðina um leið og hann gekk inn og fikrað sig svo lengra inn á staðinn,“ segir Vasquez.

Þá hafi að minnsta kosti tveir viðskiptavinir skemmtistaðarins barist hetjulega gegn árasarmanninum og stöðvað hann að lokum.

„Þeim tókst að stöðva þann grunaða og koma í veg fyrir að hann gæti sært eða drepið fleiri. Við stöndum í þakkarskuld við þetta fólk. Þar sem rannsóknin er á fyrstu metrum munum við ekki nafngreina fleiri sem urðu vitni að þessum atburði,“ bætir Vazquez við. Hann segir lögreglu einnig rannsaka hvort árásin hafi verið hatursglæpur.

Þó nokkrir eru lífshættulega særðir eftir árásina, nánar tiltekið fimm manns en tveir hafa þegar fengið aðhlynningu og yfirgefið spítala. 

Ríkisstóri Colorado, Jared Polis, sem er jafnframt fyrsti opinberlega samkynhneigði ríkisstjóri Bandaríkjanna segir atvikið viðbjóðslegt.

„Þetta er skelfilegt, viðbjóðslegt og algjört reiðarslag,“ segir Jared í samtali við CNN. „Hjarta mitt er brotið vegna fjölskyldna og vina þeirra sem létu lífið, þeirra særðu og þeirra sem urði vitni að þessari skelfilegu árás.“

„Við erum ævinlega þakklát þeim sem stöðvuðu skotmanninn og björguðu þannig lífum, sem og fyrstu viðbragðsaðilum sem gerðu einnig vel,“ segir Jared Polis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×