Erlent

Keyrði á 22 lög­reglu­nema í Los Angeles

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Los Angeles. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Frá Los Angeles. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Genaro Molina

Keyrt var á hóp lögreglunema í Los Angeles í Kaliforníu í dag. Nemarnir voru úti að hlaupa saman þegar bifreið var ekið inn í hópinn. Fimm af nemunum eru alvarlega slasaðir. 

Fréttastofa ABC greinir frá því að ökumaðurinn sé rétt rúmlega tvítugur að aldri og hafi verið handtekinn. Hann er lítillega slasaður en hafði verið að aka á röngum vegarhelming áður en hann keyrði á hópinn. 

Nemarnir voru alls fjörutíu saman að hlaupa og eru 22 þeirra slasaðir eftir atvikið, fimm þeirra alvarlega. Klukkan var tæplega hálf sjö að morgni til á staðartíma og því enn dimmt úti þegar ökumaðurinn keyrði á hópinn. 

Klippa: Keyrt á lögreglunema í Los Angeles


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×