Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. nóvember 2022 23:20 Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Árbæjarstíflu í kvöld. Vísir/Stöð 2 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn. Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn.
Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45