Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo eru liðsfélagar bæði í Portúgal og Manchester United. Getty/David S. Bustamante Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea. Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Sjá meira
Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Sjá meira