Sýningarflugvélar skullu saman í lofti Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2022 23:06 B-17 sprengjuflugvél sprakk með miklum látum eftir að hún hrapaði í Dallas í dag. Nathaniel Ross Photography/AP Talið er að sex manns hafi verið um borð í tveimur gömlum herflugvélum sem skullu saman í lofti á hersýningu í Dallas í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Bandaríkjamenn halda um helgina upp á dag uppgjafarhermanna sem er á morgun. Í því felst meðal annars að fjöldi fólks kemur saman til þess að horfa á hersýningar. Ein slík var haldin í Dallas í Texas í dag. Svo fór ekki betur en að B-17 sprengjuflugvél og P-63 Kingcobra orrustuflugvél skullu saman á meðan B-17 vélinni var flogið í oddaflugi ásamt fleiri sprengjuflugvélum. Margir voru viðstaddir og því má finna fjölda myndskeiða af atvikinu á samfélagsmiðlum. Tvö slík má sjá hér að neðan. #BREAKING: New angle of the mid-air collision obtained by @WFAA shows B-17 and other aircraft flying formations at #WingsOverDallas at 1:21p today, when it was hit by a P-63 and fell to the ground over the airfield at Dallas Executive Airport (RBD). pic.twitter.com/6NAS93b3re— Jason Whitely (@JasonWhitely) November 12, 2022 NOW - B-17 bomber and a smaller plane collide at Dallas airshow.pic.twitter.com/BmJgnxBnrb— Disclose.tv (@disclosetv) November 12, 2022 AP hefur eftir Leah Block, talskonu Commemorative Air Force, samtaka sem setja á svið sýningar með herflugvélum úr seinni heimstyrjöldinni, að talið sé að fimm hafi verið um borð í sprengjuflugvélinni og einn í orrustuflugvélinni. Engar fregnir hafa borist af líðan þeirra sem í vélunum voru en af myndböndum að dæma er ósennilegt að nokkur hafi komist lífs af. Victoria Yeager, ekkja Chucks Yeager, sem rauf hljóðmúrinn fyrstur manna í flugvél, var viðstödd sýninguna. „Flakið var gjörónýtt. Við vonuðum bara að allir hefðu komið sér út en við vissum að þeir höfðu ekki gert það,“ hefur AP eftir henni. Flak sprengjuflugvélarinnar er gjörónýtt eftir áreksturinn.LM Otero/AP Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á slysinu í samstarfi við lögregluna á svæðinu.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira