Innlent

Óska eftir endurskoðun á Hvalárvirkjun og Eldvörpum á Reykjanesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar. Stöð 2

Stjórn Landverndar hefur sent verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar ósk um að taka aftur til skoðunar tvö landsvæði í orkunýtingarflokki. Annars vegar Hvalárvirkjun á Vestfjörðum og hins vegar Eldvörp á Reykjanesi.

Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að nýjar upplýsingar um þessi svæði hafi komið fram eftir að þessar virkjunartillögur voru teknar til mats í þessum áfanga rammaáætlunar.

Meðal annars hafi Reykjanesfólkvangur fengið vottun sem Unesco Global Geopark. Er það mat stjórnar Landverndar að líta beri á Reykjanesfólkvang sem eitt verndarsvæði, sem hafi mikla sérstöðu sem heild og megi ekki raska.

Landvernd vísar til skýrslu sem unnin var eftir 5. áfanga rammaáætlunar. Þar kemur fram að víðernin sem kennd eru við Drangajökul, á norðanverðum Vestfjörðum, uppfylli viðmið fyrir verndarflokk Ib um óbyggð víðerni í alþjóðlegum skilyrðum International Union for Conservation of Nature (IUCN) fyrir verndarsvæði.

Þessi niðurstaða IUCN styðji fyrra álit Skipulagsstofnunar um víðerni og varpi einnig nýju ljósi á Austurgilsvirkjun. Þetta sýni að verndargildi svæðisins sé mun hærra en áður hafi verið áætlað. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Tvö­falda þarf orku­fram­leiðsluna vegna orku­skiptanna

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin.

Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver

Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×