Biden hrósaði varnarsigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 22:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna var nokkuð brattur í kvöld. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira