Biden hrósaði varnarsigri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 22:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna var nokkuð brattur í kvöld. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Skoðanakannarnir ytra höfðu spáð því að Repúblikanar myndu ná völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings og það með einhverjum mun. Eins og staðan er nú er líklegt að Repúblikanar nái völdum í fulltrúadeildinni en allt er hnífjafnt í öldungadeildinni. Ljóst er þó að sveiflan til Repúblikana frá Demókrötum er minni en spár gerðu ráð fyrir. „Fjölmiðlar og sérfræðingar spáðu risastórri rauðri öldu. Það gerðist ekki,“ sagði Biden og vísaði þar í orðatiltæki sem notað er þegar flokkarnir í Bandaríkjunum ná miklum sigri í þingkosningum þar í landi. Demókratar eru gjarnan blámerktir en Repúblikanar rauðmerktir. President Joe Biden: “While the press and the pundits (were) predicting a giant red wave, it didn’t happen.” https://t.co/vh18mpccSb pic.twitter.com/0PcFtBetIF— CNN (@CNN) November 9, 2022 Undanfarna áratugi hefur það verið þannig að flokkur forsetans tapar fylgi í fyrstu þingkosningunum eftir að forsetinn tekur við völdum. Kosningarnar í gær voru fyrstu þingkosningarnar í valdatíð Biden. Fagnaði hann því að tap Demókrata væri minna yfirleitt áður við sömu kringustæður. Þetta væri varnarsigur. New York Times segir að staðan núna í fulltrúadeildinni sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Demókratar höfðu 220 sæti og munu líklega tapa meirihluta, þó ekki sé hægt að fullyrða það með óyggjandi hætti. Tölfræðilega eygja Demókratar enn von að halda „Húsinu“, eins og það er kallað. „Þetta er allt að hreyfast og færast en þetta mun verða tæpt,“ sagði Biden um möguleika Demókrata. Þá sagðist hann viljugur til að vinna með Repúblikönum á þingi. „Ég er tilbúinn til að starfa með starfsbræðrum mínum í Repúblikanaflokknum,“ sagði Biden. Bandaríska þjóðin hefur gefið það skýrt til kynna að hún ætlast til þess að Repúblikanar séu jafn framt reiðubúnir til að vinna með mér. Talað hefur verið um að Repúblikanar myndu gera Biden lífið leitt næðu þeir stjórn á báðum deildum. Allt er hnífjafnt í öldungadeildinni þar sem úrslit í þremur ríkjum munu skera úr um hver nær meirihluta. Báðir flokkar þurfa tvö sæti af þremur í Georgíu, Nevada og Arisóna. Reiknar með að bjóða sig fram að nýju Biden er sá elsti til að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann verður áttræður síðar í mánuðinum og á 82. aldursári þegar næstu forsetakosningar fara fram, árð 2024. Hann sagði í kvöld að ekki væri annað á dagskránni en að sækjast eftir endurkjöri. „Við stefnum á að bjóða okkur aftur fram. Það hefur verið ætlun okkar, alveg sama hver niðurstaðan var í kosningunum nú.“ "Our intention is to run again," President Biden says about his 2024 plans. "That's been our intention regardless of what the outcome of this election was." https://t.co/qlwihmTuIt pic.twitter.com/y3Pwpbn2Ds— CNN (@CNN) November 9, 2022 Reiknaði Biden með að tilkynna formlega um framboð sitt snemma á næsta ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira