Innlent

Fallið frá á­frýjun sýknu­dóms þriggja af fjórum málum Sigur Rósar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Jón Þór Birgisson,söngvari hljómsveitarinnar.
Jón Þór Birgisson,söngvari hljómsveitarinnar. GETTY/STEFAN HOEDERATH

Fallið hefur verið frá áfrýjun á sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þriggja af fjórum skattsvikamálum sem tengdust hljómsveitinni Sigur Rós. Ekki er ljóst hvað verður í máli Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar.

Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið hefur ríkissaksóknari fallið frá áfrýjun á sýknudómi í máli tveggja núverandi meðlima Sigur Rósar. Málum Georgs Holms og Kjartans Sveinssonar ásamt máli fyrrverandi meðlims sveitarinnar Orra Páls Dýrasonar.

Ríkissaksóknari er sagður ekki hafa tekið ákvörðun um mál Jóns Þórs en hann var ákærður vegna mála sem tengdust félögum í eigu hljómsveitarmeðlima. Ásamt því að hafa með endurskoðanda sínum komið félagi í eigu sinni undan tekjuskattsgreiðslum. 

Tónlistarmennirnir fyrrnefndu voru sakaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða  150 milljónir króna. Sýknudómur vegna málsins var kveðinn upp 28. maí árið 2021 og ákvað ríkissaksóknari síðan að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í júní mánuði sama ár.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×