Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2022 16:24 Repúblikanar munu að öllum líkindum ná meirihluta í fulltrúadeildinni en baráttan um öldungadeildina er enn hörð. AP/J. David Ake Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30
Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59