Enski boltinn

Liverpool er nú til sölu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jürgen Klopp ræðir við sína leikmenn fyrir framlengingu í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
 Jürgen Klopp ræðir við sína leikmenn fyrir framlengingu í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Getty/Michael Regan

Fenway Sports Group hefur gefið það út að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool sé nú til sölu.

Athletic segir frá þessu og segir að málið sé komið svo langt að FSG sé byrjað að undirbúa söluferlið.

Áhugsamir aðilar hafa jafnframt fengið að vita af því að félagið sé nú sölu. Það er ekki alveg vitað hvort að sölunni verði en FSG hlustar á tilboð.

Liverpool hefur verið í eigu Fenway Sports Group, undir forystu John Henry, frá október 2010 þegar fjárfestingafélagið keypti enska félagið frá George N. Gillett, Jr. og Tom Hicks.

Á tíma FSG hefur Liverpool unnið alla titla í boði þar á meðal enska meistararatitilinn 2020 og Meistaradeildina 2019.

Það hefur gengið illa hjá Liverpool á þessari leiktíð en liðið komst þó áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það dróst á móti Real Madrid í dag. Liverpool vann einnig mikilvægan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×