Bjarni verður áfram formaður Ólafur Björn Sverrisson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2022 12:16 Bjarni fagnar sigrinum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða. Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Alþingi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Sjá meira