Bjarni verður áfram formaður Ólafur Björn Sverrisson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2022 12:16 Bjarni fagnar sigrinum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða. Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira