Innlent

Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn

Kristján Már Unnarsson skrifar
María Númadóttir, sauðfjárbóndi og átta barna móðir á Molastöðum í Fljótum, starfar sem bókari á Siglufirði.
María Númadóttir, sauðfjárbóndi og átta barna móðir á Molastöðum í Fljótum, starfar sem bókari á Siglufirði. Sigurjón Ólason

Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta.

Þessa urðum við áskynja þegar við ræddum við íbúa sveitarinnar í þættinum Um land allt á Stöð 2, eins og Maríu Númadóttur, sauðfjárbónda og bókara á Molastöðum. Það að vera bóndi er ekki aðalstarf hennar þótt hún búi í sveit.

Séð yfir Molastaði. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Halldór Gunnar Hálfdánarson

„Nei, það er nú því miður ekki aðalstarfið. Þó ég myndi óska þess að það væri hægt,“ segir María, sem segist aka hvern virkan dag til Siglufjarðar vegna bókhaldsvinnu. Það sé ekkert grín að aka daglega á milli.

„Eins og núna. Jarðsigið er alveg hryllilegt, bara frá því í morgun,“ segir hún.

Siglufjarðarvegur við Strákagöng.Skjáskot/Stöð 2

María er jafnframt búin að hlaða niður börnum.

„Jú, jú. Þau eru orðin átta,“ svarar hún. „Og verða sennilega ekkert fleiri,“ bætir hún við og hlær.

Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum.Sigurjón Ólason

„Vegurinn á milli okkar og Siglufjarðar er í rauninni ónýtur. Það er jarðsig á honum hér og þar,“ segir Arnþrúður Heimisdóttir, sem rekur hestaleigu í Langhúsum, og bætir við að veginum sé oft lokað vegna snjóflóðahættu.

Þegar Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, rekstraraðila Depla-hótelsins í Fljótum, langstærsta vinnustaðar sveitarinnar, er spurður hverjar hafi verið mestu áskoranirnar í rekstrinum, er svarið:

Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi.Sigurjón Ólason

Samgöngurnar, bara það að komast á milli staða, segir Haukur og nefnir að fyrirtækið þurfi nánast að vera sjálfbært með snjómokstur. Það þurfi að koma gestunum til og frá.

Snjóblásari á ferð um Fljót skammt frá Ketilási. Þau eru talin ein snjóþyngsta sveit landsins.Halldór G. Hálfdánarson

„Við eigum Íslandsmet í snjódýpt hér í Fljótunum,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum.

„Eina sem okkur vantar eru göng til Siglufjarðar. Ekki spurning, bora hér í gegn,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.

Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason

Þátturinn um Fljót er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16.05. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.

Hér má sjá átta mínútna kafla úr þættinum:


Tengdar fréttir

„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“

Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.