Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. október 2021 18:15 Sveinn Zophaníasson er fyrrverandi eftirlitsmaður á Siglufjarðarvegi. Stöð 2/Óttar Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson
Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira