Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Klopp ræðir við Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. AP Photo/Jon Super Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01