Enski boltinn

Haaland verðmætasti fótboltamaður heimsins í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland hefur hækkað mikið í virði síðan hann fór að raða inn mörkum fyrir Manchester City.
Erling Haaland hefur hækkað mikið í virði síðan hann fór að raða inn mörkum fyrir Manchester City. Getty/Ralf Treese

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er kominn upp í efsta sætið á lista yfir verðmætustu knattspyrnumenn heimsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Haaland situr í efsta sætinu á lista Transfermarkt sem er síða þar sem má finna uppfærða verðmat á öllum helstu knattspyrnumönnum heimsins.

Haaland er búinn að taka toppsætið af franska framherjanum Kylian Mbappé hjá Paris Saint Germain sem er núna í öðru sæti en næstir eftir eru síðan Vinicius Junior hjá Real Madrid og Phil Foden hjá Manchester City.

Bukayo Saka hjá Arsenal tekur líka risastökk á listanum og liðsfélagi hans Gabriel Martinelli hækkar sig líka talsvert.

Samkvæmt mati Transfermarkt er Haaland metinn á 170 milljónir punda eða í íslenskum krónum.

Manchester City keypti Haaland frá Borussia Dortmund fyrir rúmar fimmtíu milljónir punda í sumar en hann var þá metinn á 130 milljónir punda.

Eftir frábæra byrjun og 22 mörk í 15 leikjum i ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni þá hefur Haaland hækkað um átján milljónir punda og fyrir vikið fór hann upp fyrir Mbappé.

Frá því að Transfermarkt fór að halda utan um verðmat leikmanna þá hafa eftirtaldir leikmenn komist í toppsætið sem verðmætasti fótboltamaður heims: Ronaldinho (Barcelona), Lionel Messi (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Neymar (PSG) og svo Mbappé (PSG).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×