Enski boltinn

Grétar Rafn og Conte fögnuðu saman í stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte mátti ekki vera á hliðarlínunni í gær. Hér sést hann í stúkunni við hlið Gétars Rafns.
Antonio Conte mátti ekki vera á hliðarlínunni í gær. Hér sést hann í stúkunni við hlið Gétars Rafns. Getty/Clive Rose

Grétar Rafn Steinsson. fyrrum landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, var mikið í sviðsljósinu í gærkvöldi.

Grétar Rafn starfar nú við leikmannamál hjá Tottenham sem Performance Director eða frammistöðustjóri  enska félagsins.

Knattspyrnstjórinn Antonio Conte tók út leikmann í Marseille í gær og þurfti því að sitja í stúkunni.

Tottenham átti á hættu að detta úr leik í Meistaradeildinni með tapi og liðið lenti undir í leiknum.

Tottenham menn náðu hins vegar að snúa við blaðinu, tryggja sér 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitum.

Tottenham liðið átti í miklum vandræðum með lið Marseille í fyrri hálfleiknum og gat þakkað fyrir að að vera ekki meira undir.

Öll dramatíkin, vandræðin í byrjun og viðsnúningurinn í þeim seinni kallaði á mikinn skjátíma með Conte stjóra. Grétar Rafn sat við lið Conte í stúkunni og var því fyrir vikið mikið í mynd.

Það var mikill léttir hjá þeim félögum þegar sigurmarkið datt inn.  Hér fyrir neðan má sjá þá fagna sigurmarkinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×