Erlent

Viður­kenna mis­tök sín í kjöl­far hrekkja­vöku­hörmunga

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Blaðamannafundur Han Duck-soo, forsætisráðherra í gær vegna málsins.
Blaðamannafundur Han Duck-soo, forsætisráðherra í gær vegna málsins. Getty/China News Service

Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið.

Samkvæmt umfjöllun Guardian voru yfirvöld í Seúl vöruð við þeim fjölda fólks og aðstæðunum sem höfðu myndast á svæðinu áður en þær urðu banvænar. Haft er eftir forsætisráðherra Suður-Kóreu, Han Duck-soo þar sem hann segir slysið „hörmulegt slys sem aldrei hafi átt að gerast.“

Hann hafi viðurkennt að skipulag stofnanna í kringum öryggi hátíðarhalda hafi brugðist, þetta skipulagsleysi beri hluta af ábyrðinni þegar komi að slysinu. Ríkisstjórn landsins muni vinna með öllum þeim embættum sem þarf til þess að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.

Yfirlögreglustjóri landsins hafi einnig sagt viðbragð við símtölum sem bárust neyðarlínunni hafa verið slæmt en mikill fjöldi símtala hafi borist áður en að hörmungarnar áttu sér stað.

Mikill meirihluti þeirra sem létust í kjölfar slyssins voru sagðir táningar eða á þrítugsaldri en mikil sorg hafi ríkt í landinu í kjölfar slyssins. Mikill troðningur myndaðist á hrekkjavökufögnuðinum en hátíðarhöldin voru þau fyrstu síðan kórónuveirufaraldurinn hófst þar sem ekki var þörf á að bera andlitsgrímu.

Fólk er sagt hafa fallið í troðningi í húsasundi en verið er að rannsaka tildrög slyssins nánar. Þetta er mannskæðasti troðningur sem hefur orðið í sögu landsins og annað mannskæðasta slysið í sögu þess.


Tengdar fréttir

Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp

Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar.

Fjöldi látinna í Seúl heldur á­fram að hækka

Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.