Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2022 06:00 Rebecca rekur dýraathvarf í Dölunum. Hún ætlar að halda áfram að bjarga dýrum þar og bjóða fólki í heimsókn. Facebook Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini. Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum. Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum.
Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira