Meistararnir semja við tvo leikmenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2022 13:10 Alex Freyr Elísson í græna búningnum. breiðablik Breiðablik hefur fengið Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA. Alex skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og Eyþór tveggja ára. Alex, sem er 25 ára, lék tuttugu leiki og skoraði tvö mörk fyrir Fram á nýafstöðnu tímabili. Hann hefur leikið með Fram allan sinn feril og spilað alls 118 deildar- og bikarleiki fyrir liðið og skorað tólf mörk. „Það er mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að Alex muni verða leikmaður Breiðabliks næstu 3 árin að minnsta kosti. Ég er búinn að fylgjast vel með Alex og hans framförum í Fram og tel að hann muni falla vel inn í þá hugmyndafræði og leikstíl sem við höfum í Breiðabliki. Alex er sterkur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og góðan hraða, einnig er hann óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum,“ segir Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, í frétt á heimasíðu félagsins. Eyþór skoraði níu mörk á nýafstöðnu tímabili, meðal annars sigurmark ÍA gegn FH í lokaumferðinni, og var markahæsti Skagamaðurinn í sumar. Þessi tvítugi sóknarmaður er uppalinn hjá Aftureldingu en kom til ÍA 2019. Hann var lánaður til Aftureldingar tímabilið 2020 og lék þá nítján leiki í Lengjudeildinni. „Við erum mjög ánægðir að hafa náð í Eyþór sem hefur mörg karakter einkenni sem við viljum sjá hjá leikmönnum okkar, hann er vinnusamur liðsmaður sem leggur sig alltaf allan fram fyrir liðið. Einnig hefur hann sýnt að hann hefur markanef og 9 mörk í 25 leikjum bera vott um það. Við teljum að Eyþór hafi mikla möguleika á að bæta sig sem leikmaður í okkar umhverfi og verða enn betri á komandi árum,“ sagði Ólafur um Eyþór. Breiðablik vann 1-0 sigur á Víkingi í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardaginn. Besta deild karla Breiðablik Fram ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Alex, sem er 25 ára, lék tuttugu leiki og skoraði tvö mörk fyrir Fram á nýafstöðnu tímabili. Hann hefur leikið með Fram allan sinn feril og spilað alls 118 deildar- og bikarleiki fyrir liðið og skorað tólf mörk. „Það er mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að Alex muni verða leikmaður Breiðabliks næstu 3 árin að minnsta kosti. Ég er búinn að fylgjast vel með Alex og hans framförum í Fram og tel að hann muni falla vel inn í þá hugmyndafræði og leikstíl sem við höfum í Breiðabliki. Alex er sterkur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og góðan hraða, einnig er hann óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum,“ segir Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, í frétt á heimasíðu félagsins. Eyþór skoraði níu mörk á nýafstöðnu tímabili, meðal annars sigurmark ÍA gegn FH í lokaumferðinni, og var markahæsti Skagamaðurinn í sumar. Þessi tvítugi sóknarmaður er uppalinn hjá Aftureldingu en kom til ÍA 2019. Hann var lánaður til Aftureldingar tímabilið 2020 og lék þá nítján leiki í Lengjudeildinni. „Við erum mjög ánægðir að hafa náð í Eyþór sem hefur mörg karakter einkenni sem við viljum sjá hjá leikmönnum okkar, hann er vinnusamur liðsmaður sem leggur sig alltaf allan fram fyrir liðið. Einnig hefur hann sýnt að hann hefur markanef og 9 mörk í 25 leikjum bera vott um það. Við teljum að Eyþór hafi mikla möguleika á að bæta sig sem leikmaður í okkar umhverfi og verða enn betri á komandi árum,“ sagði Ólafur um Eyþór. Breiðablik vann 1-0 sigur á Víkingi í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardaginn.
Besta deild karla Breiðablik Fram ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira